Á fundinum var fjallað frekar um áhættuminnkandi aðgerðir gegn alvarlegum aukaverkunum við notkun lyfja sem hemla Janus tengda kínasa. Einnig var ákveðið að senda bréf til heilbrigðisstarfsfólks vegna áhættu við notkun Zolgensma.
Aðlaga þarf skammta af lyfjum sem hemla Janus tengda kínasa hjá sjúklingum með ákveðna áhættuþætti
Nefndin fór sérstaklega yfir áhættuminnkandi aðgerðir til að draga úr líkum á alvarlegum aukaverkunum við notkun lyfja sem hemla Janus tengda kínasa. Lyfin eru hugsuð til meðferðar á nokkrum langvarandi bólgusjúkdómum. PRAC mælir með því að lægri skammtar af lyfjunum Olumiant (baricitinib), Rinvoq (updacitinib), Cibinqo (abrocitinib) og Jyseleca (filgotinib) séu notaðir fyrir einstaklinga sem eru í aukinni hættu á blóðtöppum, hjartakvillum og krabbameini.
Bréf til heilbrigðisstarfsfólks vega Zolgensma
Ákveðið var að senda heilbrigðisstarfsfólki bréf til að upplýsa um áhættu af notkun lyfsins eftir nýlegar tilkynningar um alvarlegar aukaverkanir. Bréfið fer nú til viðeigandi nefnda innan evrópsku lyfjastofnunarinnar til samþykkis.
Zolgensma er ekki notað á Íslandi og því ekki tilefni til að senda bréf til heilbrigðisstarfsfólks hérlendis.