Nýtt lyfjagátarkerfi tekið í notkun

Lyfjastofnun Evrópu tók í vikunni í notkun nýja og endurbætta útgáfu af EudraVigilance sem er sameiginlegur gagnagrunnur lyfjastofnana á evrópska efnahagssvæðingu um aukaverkanir lyfja. Gagnagrunnurinn nær bæði yfir aukaverkanir lyfja með markaðsleyfi og lyfja í klínískum lyfjarannsóknum.

Nýja kerfið auðveldar markaðsleyfishöfum og bakhjörlum klínískra lyfjarannsókna að tilkynna aukaverkanir og auðveldar greiningu á gögnum til muna. Á meðal fjölmargra kosta nýja kerfisins eru einföldun á tilkynningarferlinu, betri greiningarhæfni fyrir nýjar eða breytilegar öryggisupplýsingar og bættir möguleikar til leitar í grunninum.

Samhliða útgáfu nýja kerfisins verða lagðar auknar lagalegar kröfur á notendur gagnagrunnsins sem áður hafa verið birtar markaðsleyfishöfum.

Uppfærslan hefur engin áhrif á tilkynningar sjúklinga og heilbrigðisstarfsfólks.

Síðast uppfært: 24. nóvember 2017
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat