Októberfundur sérfræðinganefndar um lyf fyrir menn

Sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu (EMA) um lyf fyrir menn (CHMP) hélt fjarfund dagana 11.-14. október. Mælt var með að sex lyf fengju markaðsleyfi

Meðal lyfja sem hlutu jákvæða umsögn nefndarinnar voru tvö krabbameinslyf, bóluefni gegn lungnabólgu af völdum bakteríu, og lyf við sykursýki af gerð tvö.

Mælt með markaðsleyfi

Mælt var með markaðsleyfi fyrir Trodelvy (sacituzumab govitecan), fyrsta lyfið í sínum flokki til meðferðar við brjóstakrabbameini sem ekki er skurðtækt, eða ágengu brjóstakrabbameini sem áður hefur verið reynt að meðhöndla eftir öðrum leiðum. Umfóknarferlið fór í flýtimat hjá sérfræðinganefndinni þar sem þörf fyrir lyf af þessu tagi er brýn.


CHMP mælti með skilyrtu markaðsleyfi fyrir lyfið Rybrevant (amivantamab) sem er ætlað til meðferðar við lungnakrabbameini.


Lyfið Aspaveli (pegcetacoplan) hlaut jákvæða umsögn nefndarinnar, en það er lyf fyrir fullorðna sjúklinga með lotubundna blóðrauðamigu (paroxysmal nocturnal haemoglobinuria).


Sérfræðinganefndin mælti með markaðsleyfi fyrir lyfið Cibinqo (abrocitinib) sem er til að meðhöndla hnúðbólgu af völdum ofnæmis.


Bóluefnið Vaxneuvance (pneumococcal polysaccharide conjugate vaccine (15-valent, adsorbed)), gegn lungnabólgu af völdum pneumókokka-baktería, hlaut jákvæða umsögn nefndarinnar.


Samheitalyfið Sitagliptin SUN (sitagliptin fumarate) hlaut einnig jákvæða umsögn nefndarinnar. Það er ætlað sjúklingum með sykursýki af gerð tvö.

Viðbótarábendingar

Sérfræðinganefndin mælti með viðbótarábendingum fyrir lyfin Edistride, Forxiga, Hizentra, Kisplyx, Lenvima, Repatha, Skyrizi, Xeljanz, og Zeposia, og tveimur viðbótarábendingum fyrir Keytruda.

Frétt EMA um CHMP fund í október

Dagskrá CHMP fundar í október

Síðast uppfært: 3. nóvember 2021
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat