Opið fyrir rafrænar tilkynningar um lyfjaskort frá fyrirtækjum

Lyfjastofnun hefur nú opnað fyrir rafrænar tilkynningar um lyfjaskort frá fyrirtækjum. Fyrirtæki eru beðin um að tilkynna lyfjaskort í gegnum mínar síður á vef stofnunarinnar frá og með 1.janúar 2020.

Til þess að geta sent inn rafræna tilkynningu þarf starfsmaður fyrirtækis að auðkenna sig annað hvort með íslykli eða rafrænum skilríkjum.

Þegar starfsmaður fyrirtækis hefur auðkennt sig þarf hann að velja „Skrá umsókn“ og síðan „Tilkynning um lyfjaskort til Lyfjastofnunar“.

Einungis er hægt að senda tilkynningu fyrir eitt lyf í einu, en hægt er að tilkynna um skort á öllum pakkningum viðkomandi lyfs í sama rafræna eyðublaðinu. Við þróun rafræna eyðublaðsins var reynt að gera það eins sjálfvirkt og mögulegt var.

Stofnunin vonast til þess að fyrirtæki verði fljót að tileinka sér þessa nýju leið. Um tíma verður þó áfram hægt að tilkynna með eldra eyðublaði og senda á netfangið [email protected] .

Síðast uppfært: 30. desember 2019
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat