Opnunartími hjá Lyfjastofnun yfir hátíðarnar

Opnunartími Lyfjastofnunar yfir hátíðarnar verður með sama sniði og fyrri ár

Opið verður alla almenna vinnudaga á venjulegum opnunartíma. Dagana 23. desember og 27. – 30. desember verður lágmarksþjónusta. Áríðandi verkefnum verður sinnt þessa daga þrátt fyrir lágmarksþjónustu að öðru leyti. Hefðbundin starfsemi hefst að nýju 2. janúar 2023.

Takmarkanir verða í eftirtöldum málaflokkum á meðan á lokun og lágmarksþjónustu stendur:

Ekki verður tekið við umsóknum um leyfi til klínískra lyfjarannsókna og breytinga á rannsóknaráætlun á umræddu tímabili.

CPP vottorð verða ekki gefin út á þessu tímabili og lengist afgreiðslufrestur því sem nemur tímabilinu sem lágmarksþjónustan stendur yfir.

Þessa daga verður ekki tekið á móti eftirritunarskyldum lyfjum til eyðingar.

Inn- og útflutningsleyfi ávana- og fíkniefna verða ekki afgreidd á þessu tímabili.

Síðast uppfært: 15. nóvember 2022
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat