Sérfræðinganefnd um lyfjaöryggi
Í sérfræðinganefnd (EMA) um eftirlit með ávinningi og áhættu lyfja (Pharmacovigilance Risk Assessment Committee, PRAC) er óskað eftir umsóknum í sæti fjögurra fulltrúa. Annars vegar fulltrúa og varamanns úr hópi heilbrigðisstarfsmanna, hins vegar fulltrúa og varamanns frá sjúklingasamtökum.
Í PRAC sitja fulltrúar allra þeirra landa sem aðild eiga að EMA, vísindamenn, fulltrúi heilbrigðisstarfsmanna, auk fulltrúa sjúklingasamtaka sem ætlað er að vera málsvari sjúklinga í umræðum nefndarinnar.
Skipanin er til þriggja ára frá 1. mars 2022.
Umsóknarfrestur er til og með 18. október 2021.
Framkvæmdastjórn EMA
Í framkvæmdastjórn EMA er óskað eftir umsóknum í sæti fjögurra fulltrúa. Um er að ræða tvo fulltrúa sjúklingasamtaka, fulltrúa heilbrigðisstarfsmanna, og fulltrúa dýralækna.
Þátttaka fyrrgreindra fulltrúa er til að tryggja að sjónarmið og þarfir samtakanna sem þeir koma fram fyrir, berist á borð framkvæmdastjórnarinnar og séu höfð til hliðsjónar þegar teknar eru ákvarðanir.
Skipanin er til þriggja ára frá 15. júní 2022.
Umsóknarfrestur er til og með 20. október 2021.
Frétt EMA
Nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð má finna á vef Framkvæmdastjórnar ESB.