Ráðning staðgengils lyfsöluleyfishafa

Leiðbeiningar birtar á vef Lyfjastofnunar

Í fjarveru lyfsöluleyfishafa skal samkvæmt 40. grein reglugerðar um lyfsöluleyfi og lyfjabúðir, ráða staðgengil hans í apótekum þar sem ekki er starfandi yfirlyfjafræðingur.

Samráð við Lyfjastofnun um ráðningu staðgengils

Hafa skal samráð við Lyfjastofnun um ráðningu staðgengils, og fram kemur í reglugerðinni að í starfslýsingu hans skuli getið um starfssvið, valdsvið og ábyrgð. Þetta er að mati Lyfjastofnunar mikilvægt þar sem nauðsynlegt er að skýr skil séu á framangreindum þáttum milli lyfsöluleyfishafa og staðgengils hans.

Staðgengill lyfsöluleyfishafa skal uppfylla sömu skilyrði og lyfsöluleyfishafi skv. 34. gr. lyfjalaga, vera lyfjafræðingur eða aðstoðarlyfjafræðingur, og hafa starfað sem slíkur með gilt starfsleyfi hér á landi í tvö ár hið skemmsta, þar af minnst 12 mánuði í apóteki á Evrópska efnahagssvæðinu. Lyfsöluleyfishafi og staðgengill hans skulu báðir undirrita yfirlýsingu um starfssvið, valdsvið og ábyrgð staðgengils.

Leiðbeiningar birtar

Á vef Lyfjastofnunar hafa verið birtar leiðbeiningar um vinnureglur stofnunarinnar varðandi ráðningu staðgengils lyfsöluleyfishafa. Þar má finna nánari upplýsingar.

Síðast uppfært: 3. júní 2021
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat