Rætt um skynsamlega endurskoðun lyfjameðferðar á málþingi um lyf án skaða

Lyfjastofnun er bakhjarl verkefnisins Lyf án skaða sem er alþjóðlegt átak um öryggi sjúklinga

Málþing um skynsamlega endurskoðun lyfjameðferðar fór fram á vegum verkefnisins Lyf án skaða þann 5. október sl.

Málþingið var ætlað hagsmunaaðilum í íslensku heilbrigðis- og velferðarkerfi og þeim sem taka stefnumótandi ákvarðanir hér á landi. Markmiðið var að opna umræðuna um mikilvægi þess að endurskoða reglulega lyfjameðferð einstaklinga, móta sameiginlega sýn á verklag um góðar ávísunarvenjur og draga úr óviðeigandi fjöllyfjameðferð.

Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra ávarpaði gesti í upphaf málþingsins og fjölmörg erindi voru flutt. Aðalfyrirlesari var Emily G. McDonalds prófessor í McGill háskólanum en erindi hennar fjallaði um reynslu Kanadamanna við fá lyfjanotendur, meðferðaraðila og stefnumótandi aðila til að vinna saman að öruggri lyfjameðferð.

Einar Stefán Björnsson prófessor flutti erindi um breytt hugarfar og nálgun við að ávísa lyfjum. Alma Möller, landlæknir fjallaði um fjöllyfjanotkun á Íslandi og gestir málþingsins ræddu í hópum helstu áskoranir við flókna lyfjameðferð og hvernig unnt er að innleiða skynsamlega endurskoðun lyfjameðferðar. Í kjölfarið voru niðurstöður hópanna kynntar og opnað fyrir umræður.

Fundarstjórar voru þeir Magnús Karl Magnússon, prófessor í lyfja- og eiturefnafræði við læknadeild Háskóla Íslands og Jón Steinar Jónsson, yfirlæknir á Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu.

Lyfjastofnun hafði aðstöðu á afmörkuðu svæði fyrir utan ráðstefnusalinn. Þessi vettvangur var m.a. nýttur til að kynna fyrir gestum það sem sérlyfjaskrá hefur uppá að bjóða, m.a. samþykkta lyfjatexta ásamt fræðsluefni.

Hægt er að nálgast valdar upptökur frá málþinginu á vef landspítala.

Frá vinstri: Gunnar A. Ólafsson, Erla Hlín Henrysdóttir, Jana R. Reynisdóttir, Guðrún Stefánsdóttir og Valgerður Guðrún Gunnarsdóttir, fulltrúar Lyfjastofnunar á málþinginu.
Síðast uppfært: 11. október 2023
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat