Rannsókn á blóðþynningarlyfjum metin hjá Lyfjastofnun Evrópu

Hafin er athugun á vegum
Lyfjastofnunar Evrópu (EMA) á rannsókn sem snýr að nokkrum blóðþynningarlyfjum
og hugsanlegri hættu á miklum blæðingum við notkun þeirra. Rannsóknin fylgdi í
kjölfar vinnustofu
sem EMA stóð fyrir árið 2015, en þar kom fram að þörf væri á frekari rannsóknum
á verkun blóðþynningarlyfja svo hægt
væri að draga úr áhættu við notkun þeirra.

Eliquis, Pradaxa og Xarelto
EMA stóð fyrir því að rannóknin var unnin en henni stýrði Helga
Garðarsdóttir lektor í lyfjavísindum
við háskólann í Utrecht í Hollandi. Stefnt var að því að meta hættuna á miklum
blæðingum vegna notkunar lyfjanna þegar þau eru notuð til að meðhöndla gáttatif,
samanborið við önnur blóðþynningarlyf. Lyfin sem tekin voru til skoðunar í
umræddri rannsókn eru Eliquis, Pradaxa og Xarelto. Þessi lyf verka á einn
tiltekinn storkuþátt í blóði (lyf kölluð DOAC), meðan önnur blóðþynningarlyf
eins og Warfarin verka á marga storkuþætti.

Niðurstöður rannsóknarinnar til frekari skoðunar
Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að munur er á hættu á verulegum blæðingum milli
þessara tveggja tegunda blóðþynningarlyfja. Því var talin ástæða til að rýna
rannsóknina og leggja frekara mat á niðurstöður, til að hægt verði að ákveða
hvort breyta þurfi skilyrðum og viðmiðum fyrir notkun lyfjanna til að draga úr
hættu á blæðingum.

Sérfræðinganefnd
Lyfjastofnunar Evrópu um lyf fyrir menn (CHMP)
mun fjalla um rannsóknina en nánari
upplýsingar
er að finna á síðu nefndarinnar á vef EMA. 

Síðast uppfært: 11. febrúar 2019
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat