Remurel útskiptanlegt við Copaxone frá 1. nóvember 2023

Ákvörðunin var tekin að beiðni markaðsleyfishafa og höfðu samráði við Landspítala

Lyfjastofnun hefur, að beiðni markaðsleyfishafa lyfsins, ákveðið að Remurel raðist í viðmiðunarverðflokk með lyfinu Copaxone frá og með 1. nóvember n.k. Lyfið hefur verið á íslenskum markaði síðan 2017 en hefur ekki verið í viðmiðunarverðflokki fram til þessa.

Hvað er viðmiðunarverðflokkur?

Lyfjastofnun raðar lyfjum með sambærilega virkni á sérstakan lista sem apótek fara eftir þegar lyfjanotendum er boðinn sambærilegur, ódýrari kostur. Lyfin í hverjum flokki þurfa að hafa sama virka efni, sama styrkleika, sama lyfjaform auk staðfestingar á að sýnt hafi verið fram á að þau séu jafngild.

Auk ofangreinds er af öryggissjónarmiðum einnig horft horft til þess hvort sjúklingar geti sjálfir breytt um lyf (þar með talið tækjabúnað) án vandræða og án sérstakrar aðkomu heilbrigðisstarfsfólks við skiptin.

Við mat á útskiptanleika tekur Lyfjastofnun einnig mið af ákvörðunum sem teknar hafa verið í viðmiðunarlöndunum sem eru hin Norðurlöndin fjögur.

Ráð til lyfjanotenda

  • Ef þú hefur notað Copaxone hingað til verður þér hugsanlega boðið Remurel í staðinn næst þegar þú sækir lyfið í apótekið. Remurel inniheldur sama virka efni og er með sömu virkni og Copaxone. Þú færð sömu meðferð og læknirinn hefur ávísað.
  • Ef þú hefur notað Remurel hingað til hefur þessi breyting engin áhrif á þig.
Síðast uppfært: 31. október 2023
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat