Farið er yfir sögu bólusetninga á Íslandi í nýjum þætti í hlaðvarpi Lyfjastofnunar, bólusetningar barna fyrst og fremst.
Rætt við Harald Briem fyrrverandi sóttvarnalækni sem segir m.a. frá því hve fljótt var farið að bólusetja gegn bólusótt hérlendis. Einnig hversu grátt alvarlegir smitsjúkdómar léku fólk áður en bóluefni komu til sögunnar, og hvenær bólusetning gegn helstu smitsjúkdómum á Ísland hófst, t.d. barnaveiki, kíghósta og mislingum.
Þátturinn er aðgengilegur í öllum helstu streymisveitum.
Umsjón: Hanna G. Sigurðardóttir