Lyfjastofnun sendi fyrr í
þessum mánuði bréf til sjúklingasamtaka og stuðningsfélaga sjúkra. Hugmyndin er
að efla samskipti stofnunarinnar við slík samtök í því skyni að miðla
upplýsingum og efna til samtals. Þegar hafa allmörg samtök skráð sig á
póstlistann, en fulltrúum þeirra samtaka sem ekki hefur borist bréf en áhuga
hafa á að vera með, er hér með boðið að skrá sig.
Samskipti við sjúklingasamtök og stuðningsfélög sjúkra
Síðast uppfært: 27. desember 2018