Samstarfssamningur við slóvensku lyfjastofnuna undirritaður

Forstjóri Lyfjastofnunar bindur vonir við gott samstarf í framtíðinni á sviði lyfjaskráninga, lyfjaeftirlits og vísindaráðgjafar

Lyfjastofnun hefur undirritað samkomulag um samvinnu á sviði lyfjamála við slóvensku lyfjastofnunina, JAZMP. Samningurinn er sambærilegur þeim sem Lyfjastofnun hefur gert við aðrar erlendar stofnanir m.a. á Möltu og í Hollandi. Í samkomulaginu er m.a. fjallað um að efla samvinnu og gagnkvæma þjálfun sérfræðinga stofnananna á sviði lyfjaskráninga, lyfjaeftirlits og vísindaráðgjafar.

Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar sagði af þessu tilefni:

Það er eftir miklu að slægjast fyrir smærri stofnanir að eiga í góðu og nánu samstarfi sín á milli. Verkefnin eru sambærileg og það er gagnlegt fyrir sérfræðinga okkar að geta leitað til hvers annars og lært af hvorum öðrum. Við bindum vonir við gott samstarf við slóvensku stofnunina í framtíðinni.

Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar
Momir Radulović, forstjóri slóvensku lyfjastofnunarinnar og Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar við undirritun samstarfssamningsins.

Momir Radulović, forstjóri slóvensku lyfjastofnunarinnar og Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar takast í hendur við tilefni undirritunar samstarfssamnings á milli stofnananna þegar þau hittust á fundi forstjóra evrópskra lyfjastofnana á Spáni í lok september sl.

Undirritun samningsins fór fram í borginni Santiago de Compostela á Spáni þegar forstjórar evrópskra lyfjastofnana hittust á reglubundnum fundi í lok september sl. Fundirnir eru alla jafna haldnir í því landi sem fer með forsæti ráðherraráðs Evrópusambandsins hverju sinni.

Síðast uppfært: 9. október 2023
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat