Samstarfsyfirlýsing við Færeyjar á sviði lyfjamála

Skrifað hefur verið undir samstarfsyfirlýsingu við færeysk lyfjayfirvöld, sem nær m.a. til samstarfs er varðar stjórnsýslu lyfjamála.

Í gær hittust sendinefndir frá Lyfastofnun og Landsapóteki Færeyja (sem fer að mestu með stjórnsýslu lyfjamála í eyjunum) þar sem farið var yfir sameiginleg mál sem eru á verksviði stofnananna. Á fundinum skrifuðu Rúna Hauksdóttir Hvannberg forstjóri Lyfjastofnunar og Hjalti Gunnarstein Landsapótekari Færeyja undir yfirlýsingu um samstarf á sviði lyfjamála. Fundurinn fór fram í húsnæði sendinefndar landsstjórnar Færeyja.

Markmið samstarfsyfirlýsingarinnar eru eftirfarandi:

  1. Að auka skilning aðila á regluverki lyfjamála, kröfum og ferlum hvers annars;
  2. Að einfalda samskipti milli aðila með upplýsingar og skjöl í tengslum við eftirlit með lyfjum og lækningatækjum.
  3. Að liðka fyrir auknu samstarfi og þróunar á samstarfi milli Íslands og Færeyja á sviði lyfja og lækningatækja,
  4. Að efla þjónustu til að mæta þörfum íbúa Íslands og Færeyja með auknu aðgengi að lyfjum og lækningatækjum að leiðarljósi.


Hjalti Gunnarstein Landsapótekari í Færeyjum ásamt Rúnu Hauksdóttur Hvannberg, forstjóra Lyfjastofnunar.
Frá vinstri: Hulda Harðardóttir frá Landspítala, Arnþrúður Jónsdóttir frá Landspítala, Allan Nolsøe frá Landsapóteki Færeyja, Valgerður Guðrún Gunnarsdóttir sviðsstjóri eftirlitssviðs hjá Lyfjastofnun, Rúna Hauksdóttir Hvannverg forstjóri Lyfjastofnunar og Hjalti Gunnarstein Landsapótekari Færeyja.
Síðast uppfært: 2. mars 2022
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat