Í gær hittust sendinefndir frá Lyfastofnun og Landsapóteki Færeyja (sem fer að mestu með stjórnsýslu lyfjamála í eyjunum) þar sem farið var yfir sameiginleg mál sem eru á verksviði stofnananna. Á fundinum skrifuðu Rúna Hauksdóttir Hvannberg forstjóri Lyfjastofnunar og Hjalti Gunnarstein Landsapótekari Færeyja undir yfirlýsingu um samstarf á sviði lyfjamála. Fundurinn fór fram í húsnæði sendinefndar landsstjórnar Færeyja.
Markmið samstarfsyfirlýsingarinnar eru eftirfarandi:
- Að auka skilning aðila á regluverki lyfjamála, kröfum og ferlum hvers annars;
- Að einfalda samskipti milli aðila með upplýsingar og skjöl í tengslum við eftirlit með lyfjum og lækningatækjum.
- Að liðka fyrir auknu samstarfi og þróunar á samstarfi milli Íslands og Færeyja á sviði lyfja og lækningatækja,
- Að efla þjónustu til að mæta þörfum íbúa Íslands og Færeyja með auknu aðgengi að lyfjum og lækningatækjum að leiðarljósi.

