Skilyrði fyrir sölu lyfja utan apóteka

Skilgreint hefur verið hvaða skilyrði þurfa að vera til staðar svo heimilt sé að afgreiða lyf annars staðar en í apóteki. Listi hefur verið birtur yfir þau lyf sem heimilt er að selja utan apóteka, og ennfremur leiðbeiningar um meðferð og sölu lausasölulyfja í almennum verslunum. Sækja þarf um sérstaka undaþágu til Lyfjastofnunar

Samkvæmt þriðju málsgrein 33. gr. nýrra lyfjalaga er Lyfjastofnun heimilt að veita undanþágu frá ákvæði 1. mgr. til sölu tiltekinna lausasölulyfja í almennri verslun. Slíkar undanþágur má aðeins veita þar sem ekki er starfrækt apótek eða lyfjaútibú.

Lyfjastofnun hefur skilgreint að til að heimilt sé að selja tiltekin lausasölulyf í almennri verslun, þurfi að vera a.m.k. 20 kílómetrar í næsta apótek eða lyfjaútibú. Þá hefur almenn verslun verið skilgreind á þann hátt að um alla aðra verslun en verslun á grundvelli lyfsöluleyfis sé að ræða.

Lyfjastofnun hefur birt lista á vef sínum yfir þau lyf, styrkleika og pakkningar sem heimilt er að selja samkvæmt ákvæðinu um sölu lyfja utan apóteka. Einnig hafa leiðbeiningar um meðferð og sölu lausasölulyfja í almennum verslunum verið birtar, og eyðublað til að sækja um undanþágu vegna lyfsölu utan apóteka verið gefið út.

Síðast uppfært: 9. febrúar 2021
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat