Skoðunarhandbók apóteka er komin út

Eitt af hlutverkum Lyfjastofnunar samkvæmt lyfjalögum er að hafa eftirlit með starfsemi apóteka. Stofnunin hefur nú gefið út Skoðunarhandbók apóteka í því skyni að stuðla að opinni stjórnsýslu og miðla upplýsingum. Þar með geta eftirlitsþegar kynnt sér hvers vænst er af þeim og gert sér betur grein fyrir túlkun lyfjalöggjafarinnar. Handbókina er að finna á vef Lyfjastofnunar en þetta er í fyrsta sinn sem hún er gefin út.

Skoðunarhandbókin er
unnin af sérfræðingi í markaðseftirlitsdeild sem annast eftirlit með apótekum,
en deildarstjóri markaðseftirlitsdeildar ber ábyrgð á henni. Í bókinni er lýst
undirbúningi úttekta, skipulagi þeirra og framkvæmd. Þá er lýst eftirlitsgerðum
sem skráðar eru eftir úttektir, úrbótaáætlunum og eftirfylgni.

Skoðunarhandbókin verður endurskoðuð eftir þörfum og að lágmarki á þriggja ára fresti. Ábendingar um viðbætur og breytingar sendist á netfangið [email protected] merkt Skoðunarhandbók apóteka. 

Síðast uppfært: 13. febrúar 2019
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat