Skýrsla starfshóps heilbrigðisráðherra komin út

Starfshópur heilbrigðisráðherra um leiðir til að sporna við mis- og ofnotkun geð- og verkjalyfja skilaði ráðherra í gær skýrslu sinni um tillögur til aðgerða.

Í hópnum sat meðal annars Rúna Hauksdóttir Hvannberg forstjóri Lyfjastofnunar, en auk hennar voru fulltrúar frá ráðuneytinu, fulltrúar frá heilbrigðisstofnunum og hagsmunaðilum.

Tillögur hópsins eru í níu liðum og leggur hópurinn meðal annars áherslu á að um viðvarandi verkefni sé að ræða. Heilbrigðisyfirvöld og fagstéttir verði að vinna saman að því að koma tillögum hópsins í framkvæmd.

Lyfjastofnun hyggst á næstunni birta niðurstöður könnunar sem var gerð meðal háskólanema um lyfjanotkun án þess að fyrir liggi lyfseðill frá lækni.

Sjánánar í frétt á vef velferðarráðuneytisins.

Skýrsla starfshóps um leiðir til að sporna við mis- og ofnotkun geð- og verkjalyfja

Síðast uppfært: 25. maí 2018
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat