Smáforrit apóteks til skoðunar hjá Lyfjastofnun og embætti landlæknis

Lyfjastofnun og embætti landlæknis hafa tekið til athugunar smáforrit apóteks, sem nýlega var gert aðgengilegt á íslenskum markaði, þar sem viðskiptavinum er meðal annars gert kleift að veita þriðja aðila umboð til að nálgast fyrir sína hönd ávísunarskyld lyf í umræddu apóteki.

Í ljósi þess að um er að ræða þjónustu sem er í boði hér á landi í fyrsta sinn taka stofnanirnar málið til frekari athugunar.

Vakin er athygli á hluta skilmála smáforritsins, en þar segir að umboðin sem bæði er hægt að veita og nálgast i smáforritinu gilda aðeins í verslunum þess apóteks sem að baki því stendur.

Bent er á að umboð, sem hægt er að veita í sama tilgangi á heilsuvera.is, gilda hins vegar í öllum apótekum landsins.

Síðast uppfært: 29. október 2020
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat