Smásöluálagning lyfseðilsskyldra lyfja breytist 1. mars 2023

Í maí 2022 tók Lyfjastofnun ákvörðun um breytingu á smásöluálagningu lyfseðilsskyldra lyfja.

Þann 20. maí 2022 tók Lyfjastofnun ákvörðun um breytingu á smásöluálagningu ávísanaskyldra lyfja. Sú ákvörðun var þríþætt.

  • Í fyrsta lagi var verðþrepum sem og smásöluálagningu breytt þann 1. júlí 2022.
  • Í öðru lagi var ákveðið að greiða sérstakt þjónustugjald til lyfjabúða, 120 kr., fyrir að afgreiðslu ódýrasta lyfs og innan við 5% frá ódýrasta verði í viðkomandi viðmiðunarverðflokki. Þessi ákvörðun tók gildi 1. janúar 2023.
  • Í þriðja lagi var ákveðið að gera breytingar sem munu taka gildi 1. mars 2023 þannig að smásöluálagning ávísunarskyldra lyfja skyldi hækka sem samsvarar verðlagsforsendum fjárlaga 2023, og tekið skyldi mið af gjaldskrárhækkun stofnunarinnar milli ára. Heilbrigðisráðherra hefur nú ákveðið að gjaldskrá Lyfjastofnunar 2023 hækki að meðaltali um 10,60% miðað við fyrra ár. Smásöluálagningarhluti lyfseðilsskyldra lyfja mun þar af leiðandi hækka um 10,60% að meðaltali. Tilkynnt verður innan nokkurra vikna hvernig hækkun smásöluálagningarinnar mun dreifast á verðflokka smásöluálagningar.

Smásöluálagning - lyfjaverð

Athugið að umrædd hækkun smásöluálagningar segir ekki til um hækkun lyfjaverðs í heild sinni. Lyfjaverð samanstendur af innkaupsverði apóteka, smásöluálagningu og virðisaukaskatti. Einungis er um að ræða 10,6% hækkun á þeim hluta sem snýr að álagningunni.

Áhrif breytinga á smásöluálagningu ávísunarskyldra lyfja er metin reglulega, bæði með tilliti til rekstrarumhverfis lyfjabúða, og gæða og umfangs þeirrar þjónustu sem lyfjanotendum er veitt í lyfjabúðum.

Uppfært 12. janúar 2023

Síðast uppfært: 12. janúar 2023
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat