Starf eftirlitsmanns á eftirlitssviði laust til umsóknar

Lyfjastofnun auglýsir laust starf eftirlitsmanns. Leitað er að öflugum einstaklingi sem er reiðubúinn að vinna krefjandi og áhugavert starf sem felur m.a. í sér ferðir innanlands sem og erlendis á vegum stofnunarinnar. Starfshlutfall er 100%.

Helstu verkefni eru á sviði eftirlits bæði með lyfjaframleiðendum og lyfjaheildsölum og einnig með markaðsleyfishöfum, þ.m.t. lyfjagátarkerfum.

Leitað er að einstaklingi með menntun og þekkingu sem nýtist í starfi s.s. lyfjafræði, lífefnafræði eða líffræði og reynslu á sviði lyfjaframleiðslu og/eða lyfjadreifingar.

Umsóknarfrestur er til og með 25. september 2017.

Ítarlegri upplýsingar um starfið er að finna í auglýsingu starfsins undir Störf í boði.

Síðast uppfært: 7. september 2017
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat