Stjórnvaldsákvarðanir vegna lyfjaauglýsingamála birtar á vef Lyfjastofnunar

Meðal lögbundinna hlutverka Lyfjastofnunar er að hafa
eftirlit með lyfjaauglýsingum. Um auglýsingar á lyfjum er fjallað í VI. kafla lyfjalaga frá 1994,
með síðari breytingum, og vísast hér til bæði 9. tölul. 1. mgr. 3. gr. og 1.
mgr. 18. gr. laganna. Hlutverk þetta er síðan áréttað og endurtekið í 1. mgr.
17. gr. reglugerðar
um lyfjaauglýsingar
, með síðari breytingum.

Meginregla lyfjalaga um lyfjaauglýsingar er sett fram í 1.
mgr. 13. gr., og er hún sú að allar lyfjaauglýsingar eru bannaðar,
nema í tilgreindum undantekningartilfellum. Í samræmi við hefðbundin
lögskýringarsjónarmið ber að túlka slíkar undantekningar þrengjandi skýringu. Í
1. mgr. 16. gr. lyfjalaga segir síðan að heimilt sé að kynna fyrir almenningi
og auglýsa lyf sem ekki eru lyfseðilsskyld, og að slíkar auglýsingar skuli vera
í samræmi við reglur Evrópska efnahagssvæðisins sem nánar er getið í reglugerð.

Til að koma til móts við óskir aðila á þessum markaði ásamt
því að auka gagnsæi í starfsemi stofnunarinnar, mun Lyfjastofnun frá og með 1.
janúar 2020 birta á vef sínum stjórnvaldsákvarðanir í tengslum við lyfjaauglýsingamál,
s.s. bann við lyfjaauglýsingum eða áminningar
sem stofnunin veitir. Vakin er athygli á að birtingin mun bara taka til
ákvarðana sem teknar eru frá og með fyrsta
birtingardegi. Nánar verður skýrt frá birtingarmáta ákvarðananna þegar nær
dregur nefndum degi. 

Síðast uppfært: 17. september 2019
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat