Stríðið í Úkraínu – Ekki er búist við áhrifum á birgðir lyfja hérlendis

Lyfjastofnun fylgist grannt með gangi mála. Fólk hvatt til að hamstra ekki lyf nú frekar en áður.

Lyfjastofnun fylgist grannt með áhrifum utanaðkomandi þátta á aðfangakeðju lyfja í samstarfi við aðrar lyfjastofnanir. Lyfjabirgðir geta tekið breytingum þegar aðstæður á heimsvísu breytast. Þannig má taka sem dæmi að þegar covid-faraldurinn hófst voru margir uggandi yfir því að lyf kynni að skorta. Þá tóku sumir upp á því að hamstra lyf en einmitt sú hegðun olli því að hætt var við að tiltekin lyf skorti.

Lyfjastofnun metur stöðuna þannig sem stendur að ekki sé líklegt að stríðið í Úkraínu hafi áhrif á lyfjabirgðir hérlendis. Tilmæli Lyfjastofnunar eru því að fólk taki ekki upp á því að hamstra lyf, heldur sæki þau lyf sem það þarf í tæka tíð, rétt eins og í venjulegu árferði.

Síðast uppfært: 9. mars 2022
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat