Takmörkuð þjónusta hjá Lyfjastofnun í vikulokin

Um er að ræða fimmtudaginn 22. og föstudaginn 23. september. Stofnunin verður lokuð frá hádegi á föstudag

Vegna fræðsluferðar starfsmanna Lyfjastofnunar verður þjónusta stofnunarinnar takmörkuð fimmtudaginn 22. og föstudaginn 23. september. Stofnunin verður lokuð frá hádegi á föstudag. Áríðandi verkefnum verður sinnt á opnunartíma þrátt fyrir lágmarksþjónustu að öðru leyti.

Þessa daga verður ekki tekið á móti eftirritunarskyldum lyfjum til eyðingar. Fyrirspurnum frá fjölmiðlum sem berast þessa daga verður svarað mánudaginn 26. september.

Svör við almennum erindum takmarkast við lágmarksþjónustu þessa daga.

Starfsemin verður aftur með hefðbundnu sniði mánudaginn 26. september.

Síðast uppfært: 19. september 2022
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat