Þýðingar á staðalheitum ekki lengur birtar á vefsíðu Lyfjastofnunar

Lyfjastofnun hefur hætt að birta þýðingar á íslenskum staðalheitum á vefsíðu sinni. Ástæðan er sú að staðalheiti og þýðingar þeirra eru aðgengileg á vefsíðu EDQM (European Dictorate for the Quality of Medicines) en EDQM gefur út og heldur utan um staðalheiti (standard terms) fyrir íkomuleiðir, lyfjaform og umbúðir lyfja. 

Aðgangur að þessum upplýsingum hjá EDQM er nú gjaldfrjáls og öllum aðgengilegur en notendur þurfa að skrá sig og fá aðgangsorð til að nota gagnagrunninn. Farið er í gegnum slóðina: https://standardterms.edqm.eu/

Síðast uppfært: 23. maí 2017
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat