Þýskaland liðkar fyrir núll daga skráningarferlum

Betra aðgengi lyfja á litlum mörkuðum

Þýska lyfjastofnunin hefur ákveðið að liðka fyrir sk. núll daga skráningarferlum á markaðsleyfum, m.a. með því að lækka gjöld fyrir meðhöndlun umsókna.

Núll daga skráningarferill er eitt af þeim úrræðum sem hægt er að nota til að auðvelda fjölgun nauðsynlegra lyfja á litlum mörkuðum og þar með draga úr eða fyrirbyggja lyfjaskort. Núll daga ferill felur í sér að Lyfjastofnun samþykkir umsóknargögn eins og þau eru samþykkt af viðkomandi RMS landi, án athugasemda.

Sjá frekari upplýsingar um núll daga skráningarferil.

Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat