Þýskaland liðkar fyrir núll daga skráningarferlum

Betra aðgengi lyfja á litlum mörkuðum

Þýska lyfjastofnunin hefur ákveðið að liðka fyrir sk. núll daga skráningarferlum á markaðsleyfum, m.a. með því að lækka gjöld fyrir meðhöndlun umsókna.

Núll daga skráningarferill er eitt af þeim úrræðum sem hægt er að nota til að auðvelda fjölgun nauðsynlegra lyfja á litlum mörkuðum og þar með draga úr eða fyrirbyggja lyfjaskort. Núll daga ferill felur í sér að Lyfjastofnun samþykkir umsóknargögn eins og þau eru samþykkt af viðkomandi RMS landi, án athugasemda.

Sjá frekari upplýsingar um núll daga skráningarferil.

Síðast uppfært: 23. júlí 2021
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat