Til heilbrigðisstarfsfólks og lyfjanotenda: Könnun frá EMA varðandi lyfjagát

Lyfjastofnun Evrópu (EMA) hefur sett af stað könnun með það að markmiði að meta hversu vel lyfjanotendur og heilbrigðisstarfsfólk þekki til þeirrar leiðar sem fær er í að tilkynna aukaverkanir lyfja. Könnunin tekur einnig til lyfja sem eru undir sérstöku eftirliti og eru merkt svörtum þríhyrningi.

Svartur þríhyrningur▼ er notaður til að auðkenna lyf sem eru undir sérstöku eftirliti í Evrópu, m.a. í samantekt á eiginleikum lyfs (SmPC) fyrir heilbrigðisstarfsfólk og í fylgiseðli lyfsins sem er ætlaður þeim sem notar lyfið. Heilbrigðisstarfsfólk og lyfjanotendur eru sérstaklega hvattir til að tilkynna aukaverkanir af völdum þessa lyfja.

Upplýsingar um aukaverkanir eru stöðugt yfirfarnar og skoðaðar af lyfjayfirvöldum samhliða öðrum upplýsingum sem fyrir liggja hverju sinni. Þetta er gert til þess að tryggja að ávinningur lyfja sé meiri en áhættan sem kann að fylgja þeim en einnig til þess að geta brugðist við nýjum upplýsingum sem fram kunna að koma um lyfið.

Megin markmið könnunarinnar er að meta vitund, viðhorf og hegðun heilbrigðisstarfsfólks og lyfjanotenda til tilkynninga aukaverkana af völdum lyfja. Áætlað er að það taki um 10 mínútur að svara könnuninni sem er opin til 9.  október nk. Niðurstöðurnar verða greindar af starfsfólki EMA og framkvæmdastjórn Evrópusambandsins og verða birtar á næsta ári.

Smellið hér til að svara könnun EMA

Síðast uppfært: 12. september 2017
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat