Til markaðsleyfishafa – Íslenskar þýðingar á nýjum staðalheitum/breytt þýðing á staðalheiti

Drög að nýjum íslenskum þýðingum á staðalheitum fyrir lyfjaform og umbúðir sem samþykkt hafa verið hjá evrópsku lyfjaskránni (EDQM) liggja nú fyrir. Um er að ræða 10 ný staðalheiti .

Áður en ný staðalheiti verða send til EDQM til birtingar er hagsmunaaðilum boðið að senda Lyfjastofnun athugasemdir við þýðingarnar. 

Athugasemdir ásamt útskýringum og e.t.v. nýjum tillögum að þýðingum, leiðréttingum eða ábendingum skulu sendar í því skjali sem er til umsagnar, þ.e. í dálkinum lengst til hægri og berast á netfangið [email protected] auðkennt „Athugasemdir við staðalheiti“, eigi síðar en 18. október n.k.

Síðast uppfært: 19. september 2017
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat