Tilkynningum um reglubundin verkefni verð og greiðsluþátttöku hætt

Tilkynningar verða gefnar út ef þörf er á að koma mikilvægum upplýsingum til skila

Lyfjastofnun hefur hætt birtingu tilkynninga um eftirfarandi:

  • útgáfu verðskrár
  • útgáfu lyfjaverðskrárgengis
  • lyfja sem felld eru úr lyfjaverðskrár vegna birgðaskorts
  • lista nýrra lyfja til birtingar í næstu lyfjaverðskrá

Um er að ræða reglubundin verkefni sem sinnt er samkvæmt fyrirfram ákveðnum, auglýstum tímalínum. Tímalínurnar er hægt að nálgast á vef Lyfjastofnunar undir kafla um verð og greiðsluþátttöku.

Áfram verða gefnar út tilkynningar ef þörf er á að koma mikilvægum upplýsingum til skila, s.s. í tilfelli endurútgáfu lyfjaverðskrár.

Síðast uppfært: 12. apríl 2024
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat