Ástæður lyfjaskorts geta verið af ýmsum toga; skortur á hráefni, vandkvæði við flutning og dreifingu, og aukin eftirspurn svo eitthvað sé nefnt. Sjúklingar og heilbrigðisstarfsmenn sem viðtakendur lyfja í enda framleiðslukeðjunnar hafa takmarkaða getu til að koma í veg fyrir skort tiltekinna lyfja, en með ýmsum ráðum má auka árvekni. Að með því að sjá fyrir merki um yfirvofandi skort má gera ýmislegt til að draga úr áhrifunum. -Lyfjastofnun Evrópu (EMA) hefur nú gefið út leiðarvísi þar sem bent er á hvernig hægt sé að auka viðbúnað og skipulag í þessu skyni; leiðarvísirinn snýr að lyfjum ætluðum mannfólki.
Grunnatriði leiðarvísisins
Í leiðarvísinum er að finna þrjár meginleiðir sem gætu gagnast svo hægt sé að vera á varðbergi fyrir lyfjaskorti.
- setja á laggirnar viðbragðsteymi í samvinnu við innlend yfirvöld til að safna saman upplýsingum frá heilbrigðisstarfsmönnum og sjúklingum. Þannig megi greina fyrr fyrstu merki um lyfjaskort
- vinna með yfirvöldum í því að móta hugmyndir um hvaða lyf teljist sérstaklega mikilvæg, þ.e. að hættuástand geti skapast fái sjúklingur ekki viðkomandi lyf
- vekja athygli almennings á því hvar hægt sé að nálgast upplýsingar um lyfjaskort og viðbrögð við honum, um hættuna sem getur skapast af því að hamstra lyf, og örugga notkun lyfsins sem kemur í stað þess sem skortir
Dæmi um viðbragðsáætlanir sem þegar eru til staðar
Í leiðarvísinum er að finna dæmi um viðbragðsáætlanir sem þegar eru til staðar með mismunandi hætti eftir löndum. Sem dæmi má nefna að á Írlandi hafa lyfjaheildsalar og lyfsalar í samvinnu við lyfjayfirvöld fylgst relgubundið með stöðu mála svo betur megi sjá fyrir yfirvofandi skort.* Og á Ítalíu er til sérstök meðferðaráætlun fyrir sjúklinga með langvinna sjúkdóma til að viðkomandi séu tryggðar þriggja mánaða birgðir af nauðsynlegum lyfjum.**
Upplýsingar í leiðarvísinum byggja á samvinnu starfshópa hjá EMA, annars vegar starfshóps sjúklingasamtaka, hins vegar starfshóps heilbrigðisstarfsfólks.
* Leiðarvísir bls. 8
** Leiðarvísir bls. 13