Tímabundin Z-merking lyfsins Soolantra felld niður

Ávísun lyfsins var um tíma takmörkuð við húðsjúkdómalækna í varúðarskyni

Virka efnið í kreminu Soolantra er ívermektín. Í ágúst síðastliðnum höfðu borist fregnir af því að fólk sem trúði á varnar- og lækningamátt ívermektíns við COVID-19, hefði lagt sér kremið til munns þar sem önnur ívermektín-lyf voru ekki á markaði á Íslandi á þeim tíma.

Varð þetta til þess að embætti landlæknis og Lyfjastofnun sendu frá sér sameiginlega yfirlýsingu til að árétta að Soolantra er aðeins ætlað til útvortis notkunar.

Í varúðarskyni ákvað Lyfjastofnun einnig að Z-merkja lyfið og þar með takmarka ávísun þess tímabundið við sérfræðinga í húðsjúkdómum, með öryggi lyfjanotenda í huga.

Ekki þykir lengur ástæða til að hafa lyfið Z-merkt og hefur merkingin því verið felld úr gildi.

Síðast uppfært: 23. maí 2022
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat