Tvær nýjar reglugerðir um lækningatæki

Gefnar hafa verið út nýjar reglugerðir um lækningatæki, annars vegar um notkunarleiðbeiningar sem fylgja lækningatækjum, hins vegar um endurvinnslu einnota lækningatækja

Athygli er vakin á tveimur nýjum reglugerðum sem fjalla um lækningatæki og hafa tekið gildi.

Notkunarleiðbeiningar

Reglugerð nr. 789/2021 fjallar um notkunarleiðbeiningar með lækningatækjum sem ætluð eru almenningi. Hún kemur í stað reglugerðar nr. 627/2013 um gildistöku reglugerða Evrópusambandsins um lækningatæki. Í reglugerðinni eru m.a. gerðar þær kröfur til framleiðenda lækningatækja, að þeir tryggi að notkunarleiðbeiningar fylgi tækinu þar sem það er notanda eða sjúklingi aðgengilegt. Einnig að leiðbeiningarnar skuli vera á íslensku, en þó er heimild til undantekningar, sé um lækningatæki í áhættuflokki I og IIa að ræða.

Endurvinnsla einnota lækningatækja

Reglugerð nr. 1154/2021 fjallar um endurvinnslu einnota lækningatækja. Í reglugerðinni er m.a. tiltekið að sá sem endurvinnur einnota lækningatæki teljist framleiðandi endurunna tækisins. Einnig að endurunna tækið skuli vera jafn öruggt og sýna sömu virkni og upphaflega tækið.

Síðast uppfært: 4. nóvember 2021
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat