Lyfjastofnun auglýsir laus störf sérfræðings í skráningum lyfja og verkefnafulltrúa. Störfin heyra undir markaðsleyfadeild og eru á sviði mats og skráningar lyfja. Leitað er að jákvæðum, drífandi og nákvæmum einstaklingum . Um 100% starf er að ræða og er kostur ef viðkomandi getur hafið störf sem fyrst.
Umsóknarfrestur er til og með 10. mars 2025. Umsóknir óskast fylltar út á www.intellecta.is og þarf umsóknum að fylgja starfsferilskrá og ítarlegt kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni umsækjanda sem nýtist í starfi. Lyfjastofnun hefur hlotið jafnlaunavottun og eru laun samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðuneytis og hlutaðeigandi stéttarfélags. Öllum umsóknum verður svarað að ráðningu lokinni. Umsóknir geta gilt í sex mánuði frá lokum umsóknarfrests.
Nánari upplýsingar veita Lea Kristín Guðmundsdóttir ([email protected]) og Thelma Kristín Kvaran ([email protected]) í síma 511 1225.