Umboðsfyrirkomulagi varðandi afhendingu lyfja frestað enn um sinn

Sjá nýrri frétt um umboð til afhendingar lyfja (28. september 2020).

Breyttu fyrirkomulagi um afhendingu lyfja, sem taka átti gildi þann 10. mars sl. hefur verið frestað enn um sinn, nú til 10. júní.

Eins og fram kom í frétt hér á vefnum á sínum tíma snýst fyrirkomulagið um að einungis verði heimilt að afhenda lyf eiganda lyfjaávísunar, eða þeim sem hefur ótvírætt umboð hans til að fá þau afhent.

Enn er talin þörf á að fresta því að ákvörðun Lyfjastofnunar taki gildi vegna COVID-19, en skriflegt umboð er þess eðlis að aukin hætta er á að veirur berist manna á milli.

Þess má geta að unnið er að rafrænni framtíðarlausn vegna umboðs við afhendingu lyfja í samráði við Embætti landlæknis.

Síðast uppfært: 18. nóvember 2020
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat