Undanþága vegna afgreiðslu á Parkódíni er fallin úr gildi

Undanþágan var veitt þar sem álag á heilbrigðisstofnanir vegna COVID-19 var mikið

Um miðjan mars veitti Lyfjastofnun lyfjafræðingum í lyfjabúðum tímabundna heimild til að afhenda sjúklingum með COVID-19 Parkódín án lyfjaávísunar. Um var að ræða eina 10 stykkja pakkningu af lyfinu í styrkleikanum 500 mg/10 mg. Frá þessu var sagt í frétt á vef stofnunarinnar.

Frá og með deginum í dag er undanþágan fallin úr gildi og því þarf sem áður fyrr að framvísa lyfjaávísun fyrir alla styrkleika lyfsins.

Síðast uppfært: 19. apríl 2022
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat