Undanþágulyf sem oftast var ávísað árið 2023

Sérstök áhersla hefur verið lögð á að lyf sem eru í mikilli og samfelldri notkun í undanþágukerfinu verði skráð

Eitt af hlutverkum Lyfjastofnunar er að hafa eftirlit með framboði lyfja þannig að lyfjaskortur hafi sem minnst áhrif á öryggi sjúklinga. Lyfjastofnun hefur því unnið að því að fjölga skráðum lyfjum, þ.e. lyfjum sem hafa íslenskt markaðsleyfi og eru markaðssett hér á landi.

Sérstök áhersla hefur verið lögð á, að lyf sem eru í mikilli og samfelldri notkun í undanþágukerfinu verði skráð. Ljóst er að veruleg tækifæri felast í skráningu umræddra lyfja og hvetur Lyfjastofnun markaðsleyfishafa og umboðsaðila til að gaumgæfa málið.

Listinn hér að neðan sýnir þau lyf í undanþágukerfinu sem læknar ávísuðu oftast árið 2023, þar með talin lyf sem ávísað var til að mæta tímabundnum skorti skráðra lyfja, stjörnumerkt til aðgreiningar.

Athygli skal vakin á því að í sérstökum tilfellum getur Lyfjastofnun heimilað lyfjafræðingum apóteka að breyta lyfjaávísun læknis á tiltekið lyf þannig að ávísunin gildi fyrir það undanþágulyf sem búið er að heimila. Úrræðið er einungis notað þegar ljóst þykir að án aðgerða kæmi upp íþyngjandi staða fyrir sjúklinga og heilbrigðisstarfsmenn. Í þeim tilfellum eru ávísanirnar hefðbundnar þó að um undanþágulyf sé að ræða við afgreiðslu og koma því ekki fram á listanum sem hér fylgir.

Í listanum eru upplýsingar um heiti, lyfjaform, virkt efni, fjölda ávísana og vörunúmer lyfjanna í lyfjaverðskrá.

LyfjaheitiLyfjaformVirkt innihaldsefniNorrænt vnr.Fj. áv.
MAGNESIA DAK*Filmh. TöflurMagnesíum hýdroxíð988511, 988529, 99108510.259
DoloproctEndaþarmsstílar/Endaþarmskrefmlídókaín / flúókortólón980286, 9823315.651
UtrogestHylkiPrógesterón987498, 9496203.671
PropranololTöflur, MixtúraPrópranólól993015, 989759, 994211, 9726132.068
UtrogestanHylkiPrógesterón989832, 9878521.949
Sem mixtúraMixtúraKódein, dífenhýdramín, ammóníum-klóríð og lakkrísextrakt962234, 9622421.915
XyloproctEndaþarmsstílar/Endaþarmskremlídókaín / hýdrókortisón980369, 980377, 9811771.857
Levomepromazine orionTöflurLevóme-prómazín980955, 981995, 986531, 9865491.336
SenokotTöflurSenna980533, 980541, 990962, 990988, 9843291.301
MiralaxLausnarduftPólýetýlen glýkol988628, 9886281.133
Quinine sulfateTöflurKínín9755921.073
Duspatalin*TöflurMebeverín9555781.001
PROMOCARD DURETTE*ForðatöflurÍsósorbíð mónónítrat991407940
Glycerol infantEndaþarmsstílarGlýceról944852813
HalcionTöflurTríazólam988347, 988339745
Morfin "Dak"TöflurMorfín969181, 969777726
Oxynorm*Hylki, MixtúraOxýcódon005635, 995095696
PeriactinTöflurCýpróheptadín964115650
EmgesanTöflurMagnesíum hýdroxíð975435624
Co-Dafalgan*Filmh. TöflurKódein / Paracetamól983371615
SENEASETöflurSenna993734596
PrednisolonTöflurPrednisolonum975774, 987422, 985129527
LexotanilTöflurBrómazepam993271, 992611521
BetapretLausnartöflurBetametasón007997, 015381, 008938517
NozinanTöflurLevóme-prómazín979867, 443374516
QuantalanDuftKólestýramín979677, 982092511
RohypnolFilmh. TöflurFlúnítrazepam980591508
Trimipramin neuraxpharmTöflurTrímipramín979693500
CondylineHúðlausnPódófýllótoxín975831, 990011490
Regain forteÁburðurMínoxidíl979875, 165522467
Lanoxin*Töflur/MixtúraDigoxín991382, 990996, 990459, 992637, 985517467
Lanoxin Mite*TöflurDigoxín991746449
LargactilTöflur/StíllChlorpromazine974122, 973992, 991035, 974552, 959497, 991043, 992869446
Norgesic*TöflurOrfenadrín í blöndum974015434
RinexinForðatöflurFenýl-própanólamín982795422
OxybutininTöflurOxýbútýnín983412413
BromamTöflurbrómazepam984626347
FinaceaHlaupAzelainsýra980393321
BepanthenDropar/SmyrsliDexpantenol509496, 985476321
MogadonTöflurNítrazepam981169318

*lyfi ávísað til að mæta tímabundnum skorti skráðra lyfja

Síðast uppfært: 23. janúar 2024
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat