Undanþágulyf sem oftast var ávísað í ágúst 2023

Sérstök áhersla hefur verið lögð á að lyf sem eru í mikilli og samfelldri notkun í undanþágukerfinu verði skráð

Eitt af hlutverkum Lyfjastofnunar er að hafa eftirlit með framboði lyfja þannig að lyfjaskortur hafi sem minnst áhrif á öryggi sjúklinga. Lyfjastofnun hefur því unnið að því að fjölga skráðum lyfjum, þ.e. lyfjum sem hafa íslenskt markaðsleyfi og eru markaðssett hér á landi.

Sérstök áhersla hefur verið lögð á, að lyf sem eru í mikilli og samfelldri notkun í undanþágukerfinu verði skráð. Ljóst er að veruleg tækifæri felast í skráningu umræddra lyfja og hvetur Lyfjastofnun markaðsleyfishafa og umboðsaðila til að gaumgæfa málið.

Listinn hér að neðan sýnir þau lyf í undanþágukerfinu sem læknar ávísuðu oftast í ágúst árið 2023, þar með talin lyf sem ávísað var til að mæta tímabundnum skorti skráðra lyfja, stjörnumerkt til aðgreiningar.

Athygli skal vakin á því að í sérstökum tilfellum getur Lyfjastofnun heimilað lyfjafræðingum apóteka að breyta lyfjaávísun læknis á tiltekið lyf þannig að ávísunin gildi fyrir það undanþágulyf sem búið er að heimila. Úrræðið er einungis notað þegar ljóst þykir að án aðgerða kæmi upp íþyngjandi staða fyrir sjúklinga og heilbrigðisstarfsmenn. Í þeim tilfellum eru ávísanirnar hefðbundnar þó að um undanþágulyf sé að ræða við afgreiðslu og koma því ekki fram á listanum sem hér fylgir.

Í listanum eru upplýsingar um heiti, lyfjaform, virkt efni, fjölda ávísana og vörunúmer lyfjanna í lyfjaverðskrá.

LyfjaheitiLyfjaformVirkt innihaldsefniNorrænt vnr.Fj. áv.
MAGNESIA DAK*Filmh. TöflurMagnesíum hýdroxíð988511, 988529, 9910851085
UtrogestHylkiPrógesterón987498, 949620304
PropranololTöflur, MixtúraPrópranólól993015, 989759, 994211, 972613241
UtrogestanHylkiPrógesterón989832, 987852153
Levomepromazine orionTöflurLevómeprómazín980955, 981995, 986531, 986549127
Sem mixtúraMixtúraKódein, dífenhýdramín, ammóníumklóríð og lakkrísextrakt962234, 962242115
SenokotTöflurSenna980533, 980541, 984329, 990962, 990988106
Quinine sulfateTöflurKínín97559293
PROMOCARD DURETTE*ForðatöflurÍsósorbíð mónónítrat99140786
MiralaxLausnarduftPólýetýlen glýkol988628, 98862881
Lanoxin MiteTöflurDigoxín99174680
ISOTARD XL*ForðatöflurÍsósorbíð mónónítrat99407171
SENEASETöflurSenna99373468
Glycerol infantEndaþarmsstílarGlýceról94485267
ISOSORBIDE MONONITRATE*ForðatöflurÍsósorbíð mónónítrat99451858
Regain forteÁburðurMínoxidíl979875, 16552256
EmgesanTöflurMagnesíum hýdroxíð97543553
HalcionTöflurTríazólam988347, 98833950
PeriactinTöflurCýpróheptadín96411548
PrednisolonTöflurPrednisolonum975774, 987422, 98512948
LexotanilTöflurBrómazepam99327146
Trimipramin neuraxpharmTöflurTrímipramín97969343
QuantalanDuftKólestýramín979677, 98209243
OxybutininTöflurOxýbútýnín98341242
Morfin "Dak"TöflurMorfín969181, 96977741
NozinanTöflurLevómeprómazín979867, 44337440
Ketogan NovumStílar/TöflurKetómebídón993099, 49907938
LanoxinTöflur/MixtúraDigoxín991382, 990996, 990459, 99263738
CondylineHúðlausnPódófýllótoxín975831, 99001136
RohypnolFilmh. TöflurFlúnítrazepam98059135
BepanthenDropar/SmyrsliDexpantenol509496, 98547633
BetapretLausnartöflurBetametasón7997, 01538133
RinexinForðatöflurFenýlprópanólamín98279532
LargactilTöflurChlorpromazine974122, 973992, 991035, 97455232
PhenhydanTöflurFenýtóín97217627
Methotrexate*TöflurMetótrexat99418826
FinaceaHlaupAzelainsýra98039324
LorazepamStílar/TöflurLórazepam994229, 98741424
XyloproctEndaþarmsstílar/EndaþarmskremLídókaín / hýdrókortisón980369, 98037724
Co-Dafalgan*Filmh. TöflurKódein / Paracetamól98337123
LiothyroninTöflurLiothyronine sodium51098223
Dicykloverine hydrochloride-forsk.lyfMixtúraDícýklóverín96839922
AphenylbarbitTöflurPhenobarbital984379, 98438722
* lyfi var ávísað til að mæta tímabundnum skorti skráðra lyfja

Síðast uppfært: 14. september 2023
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat