Undanþágulyf sem oftast var ávísað í september 2022

Sérstök áhersla hefur verið lögð á að lyf sem eru í mikilli og samfelldri notkun í undanþágukerfinu verði skráð

Eitt af hlutverkum Lyfjastofnunar er að hafa eftirlit með framboði lyfja þannig að lyfjaskortur hafi sem minnst áhrif á öryggi sjúklinga. Lyfjastofnun hefur því unnið að því að fjölga skráðum lyfjum, þ.e. lyfjum sem hafa íslenskt markaðsleyfi og eru markaðssett hér á landi.

Sérstök áhersla hefur verið lögð á, að lyf sem eru í mikilli og samfelldri notkun í undanþágukerfinu verði skráð. Ljóst er að veruleg tækifæri felast í skráningu umræddra lyfja og hvetur Lyfjastofnun markaðsleyfishafa og umboðsaðila til að gaumgæfa málið.

Listinn hér að neðan sýnir þau lyf í undanþágukerfinu sem læknar ávísuðu oftast í september árið 2022 og þá ekki vegna tímabundins skorts skráðra lyfja. Í listanum eru upplýsingar um heiti, lyfjaform, virkt efni, fjölda ávísana og vörunúmer lyfjanna í lyfjaverðskrá.

LyfjaheitiLyfjaformVirkt innihaldsefniNorrænt vnr.Fj. áv.
DoloproctEndaþarmsstílarlídókaín / flúókortólón980286574
DoloproctEndaþarmskremlídókaín / flúókortólón982331478
UtrogestHylkiprógesterón987498266
Sem mixtúraMixtúrakódein, dífenhýdramín, ammóníumklóríð og lakkrísextrakt962234, 962242212
XyloproctEndaþarmsstílarlídókaín / hýdrókortisón980369158
SenokotTöflursenna980533131
XyloproctEndaþarmskremlídókaín / hýdrókortisón980377107
Quinine sulfateTöflurkínín975592105
DigoxinTöflurDigoxín99036884
Levomepromazine orionTöflurlevómeprómazín98095580
MiralaxLausnarduftpólýetýlen glýkol95882970
BromamTöflurbrómazepam98462670
Glycerol infantEndaþarmsstílarglýceról94485264
HalcionTöflurtríazólam98834762
BetapretlausnartöflurBetametasón799757
CondylineHúðlausnpódófýllótoxín97583152
MogadonTöflurNítrazepam98116950
EmgesanTöflurMagnesíum hýdroxíð97543550
Alimemazin evolanDroparAlímemazín99028550
Trimipramin neuraxpharmTöflurtrímipramín97969349
Morfin "Dak"Töflurmorfín96918149
NozinanTöflurlevómeprómazín97986747
Síðast uppfært: 19. október 2022
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat