Undanþágulyf sem oftast var ávísað í september 2023

Sérstök áhersla hefur verið lögð á að lyf sem eru í mikilli og samfelldri notkun í undanþágukerfinu verði skráð

Eitt af hlutverkum Lyfjastofnunar er að hafa eftirlit með framboði lyfja þannig að lyfjaskortur hafi sem minnst áhrif á öryggi sjúklinga. Lyfjastofnun hefur því unnið að því að fjölga skráðum lyfjum, þ.e. lyfjum sem hafa íslenskt markaðsleyfi og eru markaðssett hér á landi.

Sérstök áhersla hefur verið lögð á, að lyf sem eru í mikilli og samfelldri notkun í undanþágukerfinu verði skráð. Ljóst er að veruleg tækifæri felast í skráningu umræddra lyfja og hvetur Lyfjastofnun markaðsleyfishafa og umboðsaðila til að gaumgæfa málið.

Listinn hér að neðan sýnir þau lyf í undanþágukerfinu sem læknar ávísuðu oftast í september 2023, þar með talin lyf sem ávísað var til að mæta tímabundnum skorti skráðra lyfja, stjörnumerkt til aðgreiningar.

Athygli skal vakin á því að í sérstökum tilfellum getur Lyfjastofnun heimilað lyfjafræðingum apóteka að breyta lyfjaávísun læknis á tiltekið lyf þannig að ávísunin gildi fyrir það undanþágulyf sem búið er að heimila. Úrræðið er einungis notað þegar ljóst þykir að án aðgerða kæmi upp íþyngjandi staða fyrir sjúklinga og heilbrigðisstarfsmenn. Í þeim tilfellum eru ávísanirnar hefðbundnar þó að um undanþágulyf sé að ræða við afgreiðslu og koma því ekki fram á listanum sem hér fylgir.

Í listanum eru upplýsingar um heiti, lyfjaform, virkt efni, fjölda ávísana og vörunúmer lyfjanna í lyfjaverðskrá.

LyfjaheitiLyfjaformVirkt innihaldsefniNorrænt vnr.Fj. áv.
MAGNESIA DAK*Filmh. TöflurMagnesíum hýdroxíð988511, 988529, 991085981
PropranololTöflur, MixtúraPrópranólól993015, 989759, 994211, 972613401
UtrogestHylkiPrógesterón987498, 949620291
Co-Dafalgan*Filmh. TöflurKódein / Paracetamól983371285
UtrogestanHylkiPrógesterón989832, 987852212
ISOSORBIDE MONONITRATE*ForðatöflurÍsósorbíð mónónítrat994518159
Sem mixtúraMixtúraKódein, dífenhýdramín, ammóníum-klóríð og lakkrísextrakt962234, 962242131
Levomepromazine orionTöflurLevóme-prómazín980955, 981995, 986531, 986549101
Quinine sulfateTöflurKínín97559299
SenokotTöflurSenna980533, 980541, 990962, 99098896
MiralaxLausnarduftPólýetýlen glýkol988628, 98862889
SENEASETöflurSenna99373477
LexotanilTöflurBrómazepam993271, 99261170
Duspatalin*TöflurMebeverín95557867
Glycerol infantEndaþarmsstílarGlýceról94485266
PeriactinTöflurCýpróheptadín96411564
Ivabradin*TöflurIvabradín98358758
Morfin "Dak"TöflurMorfín969181, 96977757
EmgesanTöflurMagnesíum hýdroxíð97543556
HalcionTöflurTríazólam988347, 98833953
PrednisolonTöflurPrednisolonum975774, 987422, 98512951
QuantalanDuftKólestýramín979677, 98209250
LargactilTöflurChlorpromazine974122, 973992, 991035, 97455247
Methotrexate*TöflurMetótrexat994188, 99480744
Regain forteÁburðurMínoxidíl979875, 16552242
NozinanTöflurLevóme-prómazín979867, 44337440
CondylineHúðlausnPódófýllótoxín975831, 99001140
PROMOCARD DURETTE*ForðatöflurÍsósorbíð mónónítrat99140739
Trimipramin neuraxpharmTöflurTrímipramín97969338
Elvanse*Hylkilisdex-amfetamine994287, 994641, 994683, 994659, 99469138
Lanoxin MiteTöflurDigoxín99174637
RohypnolFilmh. TöflurFlúnítrazepam98059135
Ketogan NovumTöflurKetómebídón99309933
RinexinForðatöflurFenýl-própanólamín98279532
OxybutininTöflurOxýbútýnín98341231
FinaceaHlaupAzelainsýra98039331
BetapretLausnartöflurBetametasón7997, 01538130
MogadonTöflurNítrazepam98116929
ISOTARD XL*ForðatöflurÍsósorbíð mónónítrat99407128
Amoxicilline Forte*MixtúruduftAmoxicillín99304928
Norgesic*TöflurOrfenadrín í blöndum97401527
BepanthenDropar/SmyrsliDexpantenol509496, 98547625
ClonidineTöflurKlónidín991275, 98631725
SymmetrelHylkiamantadine41038324
LanoxinTöflur/MixtúraDigoxín991382, 990996, 990459, 99263722
EfudixKremFlúóróúracíl14348722
AphenylbarbitTöflurPhenobarbital984387, 98437921
FungoralKremKetókónazól96804220

*lyfi ávísað til að mæta tímabundnum skorti skráðra lyfja

Síðast uppfært: 11. október 2023
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat