Undanþágulyf sem oftast var ávísað tvo síðustu mánuði ársins 2024

Mikilvægt að lyf, sem eru í mikilli og samfelldri notkun í undanþágukerfinu, verði skráð og/eða markaðssett. Upplýsingum um notkun undanþágulyfja verður framvegis miðlað mánaðarlega og markaðsleyfishafa getið

Eitt af hlutverkum Lyfjastofnunar er að hafa eftirlit með framboði lyfja, með það að markmiði að koma í veg fyrir að lyfjaskortur hafi áhrif á öryggi sjúklinga. Lyfjastofnun hefur því unnið að því að fjölga markaðssettum lyfjum.

Sérstök áhersla hefur verið lögð á, að lyf sem eru í mikilli og samfelldri notkun í undanþágukerfinu verði skráð og/eða markaðssett. Ljóst er að veruleg tækifæri felast í skráningu og/eða markaðssetningu umræddra lyfja og hvetur Lyfjastofnun markaðsleyfishafa og umboðsaðila til að gaumgæfa málið.

Hér að neðan eru tveir listar. Sá fyrri sýnir þau undanþágulyf sem voru í notkun í nóvember og desember vegna lyfjaskorts. Sá síðari sýnir öll tuttugu efstu lyfin í undanþágukerfinu, þau sem læknar ávísuðu oftast síðustu tvo mánuði ársins 2024.

Athygli skal vakin á því að í sérstökum tilfellum getur Lyfjastofnun heimilað lyfjafræðingum apóteka að breyta lyfjaávísun læknis á tiltekið lyf þannig að ávísunin gildi fyrir það undanþágulyf sem búið er að heimila. Úrræðið er einungis notað þegar ljóst þykir að án aðgerða kæmi upp íþyngjandi staða fyrir sjúklinga og heilbrigðisstarfsmenn. Í þeim tilfellum eru ávísanirnar hefðbundnar við afgreiðslu þó að um undanþágulyf sé að ræða og koma því ekki fram á listanum sem hér fylgir.

Undanþágulyf sem voru í notkun í nóvember og desember sl. vegna lyfjaskorts

 LyfjaheitiLyfjaformFjöldi afgr. ÁvísanaLyf í skortiMarkaðsl.hafi lyfs í skortiUmboðsaðiliHeildsala
1MAGNESIA DAK*filmhtfl733Magnesia medicViatris ApSIcepharmaParlogis
2MST Continus*forðatfl250ContalginMundipharma A/SIcepharmaParlogis
3CEFALEXÍN W&H*hylki294Keflex tafla 500 mgSTADA Nordic ApSIcepharmaParlogis
4Estradiol Transdermal System*Forðapl204Vivelle DotSandoz A/SArtasanDistica
5OSPEXIN*mixt.kyr162Keflex mixtúrukyrni 50 mg/mlSTADA Nordic ApSIcepharmaParlogis

Tuttugu undanþágulyf sem oftast var ávísað í nóvember og desember 2024

LyfjaheitiLyfjaformVirkt innihaldsefniNorrænt vnr.Fjöldi afgr. vnr.
1MAGNESIA DAK*filmhtflMagnesíum hýdroxíð9885111.008
988529647
991085264
Total1.919
2UtrogesthylkiProgesteronum987498832
94962042
Total874
3PropranololfilmhtflPropranololum993015317
989759137
Total454
töflurPropranololum99421118
Total18
mixtúraPropranololum9726132
Total2
4SEM MIXTÚRAmixtúracombinations962234243
962242113
Total356
5MykundexmixtúraNystatinum989949276
Total276
6MST CONTINUS*forðatflMorphinum996811128
990441122
Total250
7UtrogestanhylkiProgesteronum989832222
98785212
Total234
8CEFALEXÍN W&H*hylkiCefalexinum995003222
Total222
9PROPRA-RATIOPHARMfilmhtflPropranololum996689150
99669768
Total218
10Levomepromazine OriontöflurLevomepromazinum980955120
98199563
98653121
9865492
Total206
11ESTRADIOL TRANSDERMAL SYSTEM*forðaplEstradiolum995334115
99532639
99534238
99531812
Total204
12SENEASEtöflurSenna993734202
Total202
13OSPEXIN*mixt.kyrCefalexinum997257176
Total176
14MiralaxlausndufHægðalyf með osmótíska verkun95882999
98862869
Total168
15Quinine SulfatetöflurChininii975592159
Total159
16PeriactintöflurCyproheptadinum964115129
Total129
17Emgesantöflurmagnesium hydroxide975435122
Total122
18Glycerol infanteþ-stíllglycerol944852121
Total121
19Morfin "DAK"töflurMorphinum96918155
96977741
Total96
20Regain forteáburðurMinoxidilum97987565
16552229
Total94

*Þau undanþágulyf sem eru stjörnumerkt eru í notkun vegna skorts á markaðssettu lyfi

Síðast uppfært: 28. janúar 2025
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat