Undanþágulyfseðlar – óbreytt verklag

Ávísun og afgreiðsla undanþágulyfseðla er ekki til umfjöllunar í nýrri reglugerð um lyfjaávísanir og afhendingu lyfja sem tók gildi 1. júlí sl.,  Lyfjastofnun hefur því tekið þá ákvörðun að engar breytingar verði gerðar á verklagi við afgreiðslu undanþágulyfseðla að sinni.

Þrátt fyrir að ákvæði reglugerðarinnar gefi mögulega vísbendingu um annað, lítur Lyfjastofnun svo á að undanþágulyfseðlar á pappír geti áfram verið fjölnota. Sömuleiðis að heimilt sé að ávísa ávana- og fíknilyfi á undanþágulyfseðla á pappír eftir 1. september nk., þótt slík heimild falli úr gildi fyrir almenna pappírslyfseðla.

Framangreint fyrirkomulag mun gilda þar til annað verður tilkynnt.

Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat