Unnið að endurskoðun skráningargjalda

Markmiðið er meðal annars að bregðast við athugasemdum varðandi fyrri breytingar og að fjölga markaðssettum lyfjum á Íslandi.

Lyfjastofnun er nú í árlegri vinnu við að endurskoða núgildandi gjaldskrá nr. 1451/2020 sem verður uppfærð í byrjun janúar með nýrri reglugerð. Samhliða hefðbundnum verðlagshækkunum og öðrum endurskoðunum sem gerðar eru árlega á gjaldskránni verða ákveðnir gjaldaliðir sérstaklega skoðaðir.


Endurskoðunin beinist sér í lagi að gjaldaliðum vegna tegundabreytinga, m.a. hópafslætti (e. grouping), afsláttarreglum fyrir árgjöld og mögulegum nýjum afsláttarlið vegna endurnýjunar markaðsleyfis - skemmri ferill (e. Administrative renewal, shortened renwal). Markmið enduskoðunarinnar er m.a. að bregðast við fram komnum athugasemdum við þær gjaldskrárbreytingar sem komu til framkvæmdar fyrir ári síðan, þegar m.a. hálfa gjaldið af tegundabreytingum var fellt niður. Endurskoðun skráningargjalda og framangreindar fyrirhugaðar breytingar eru einnig liður í því að stuðla að fjölgun markaðssettra lyfja á Íslandi.

Upplýsingum verður miðlað að endurskoðun lokinni.

Spurningar og athugasemdir óskast sendar á netfangið [email protected]

Síðast uppfært: 6. október 2021
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat