Lyfjastofnun vekur athygli á því að nýjar leiðbeiningar um góða starfshætti í lyfjagát (GVP) fyrir áhættuminnkandi aðgerðir hafa verið gefnar út, Module XVI (uppfærsla) og Module XVI, viðauki II (nýjar leiðbeiningar). Leiðbeiningarnar hafa þegar öðlast gildi.
Markaðsleyfishafar skulu hafa þessar leiðbeiningar til hliðsjónar við gerð fræðsluefnis og DHPC-bréfa. Sérstaklega er vakin athygli á nýjum og ítarlegum leiðbeiningum varðandi sjúklingakort.
Lyfjastofnun vinnur nú að uppfærslu upplýsinga á vef. þ.á.m. leiðbeiningum varðandi gerð fræðsluefnis, og eyðublöðum. Þar til nýjar leiðbeiningar og eyðublöð verða aðgengileg á vef Lyfjastofnunar skulu markaðsleyfishafar notast við núverandi eyðublöð.
Þessar uppfærðu og nýju GVP leiðbeiningar má nálgast með því að smella á tenglana hér fyrir neðan.