Upplýsingar tengdar Brexit

Minnt er á að skammur tími er til stefnu til að gera ráðstafanir, nú þegar aðlögunartími vegna útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu er senn á enda

Bretland sagði formlega skilið við Evrópusambandið þann 31. janúar 2020 og hefur því stöðu þriðja ríkis gagnvart sambandinu. Aðlögunartímabil hefur staðið frá 1. febrúar á þessu ári en því lýkur 31. desember nk.

Lyfjafyrirtæki þurfa því að vera búin að gera viðeigandi ráðstafanir í samræmi við Evrópulöggjöfina um áramót, þar á meðal að færa heimilisfesti markaðsleyfa frá Bretlandi. Á vefsíðu samstarfsnefndar lyfjastofnana í Evrópu (CMDh) má finna hagnýtar upplýsingar um ýmsa ferla sem þessu tengjast, þar á meðal um það sem snýr að Írlandi og Norður-Írlandi.

Síðast uppfært: 29. desember 2020
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat