Útgáfu stoðskrár lyfja (FEST) hætt í núverandi mynd

Upplýsingaskyldu áfram sinnt með öðrum leiðum

Lyfjastofnun mun hætta útgáfu og viðhaldi stoðskrár lyfja í núverandi mynd frá og með áramótum. Stoðskráin í formi FEST-gagnagrunns mun verða uppfærð í síðasta sinn í desember 2023.

Lagalegri skyldu um veitingu upplýsinga um lyf verður áfram sinnt. Lyfjastofnun útvegar nú þegar upplýsingar um lyf á ýmsan máta, má þar nefna upplýsingar í lyfjaverðskrá, sérlyfjaskrá, á vef og nú í nýrri vefþjónustu fyrir milliverkanir. Upplýsingarnar eru fáanlegar á ýmsu formi, m.a. í vefþjónustum.

Skiptiskrá lyfja gefin út frá áramótum

Þar að auki er stefnt að gerð skiptiskrár sem verður aðgengileg í vefþjónustu frá áramótum og í Excel-útgáfu lyfjaverðskrár. Skiptiskrá inniheldur upplýsingar um sambærileg lyf mismunandi framleiðenda, þ.e. lyf með sama virka efni, í sama styrkleika og oftast sama lyfjaform. Í skiptiskrá er ekki greint á milli mismunandi pakkningastærða og er skiptiskráin því frábrugðin viðmiðunarverðflokkum að þessu leiti. Meginþorri þessara upplýsinga hafa hingað til verið aðgengilegar í viðmiðunarverðskrá en þjónustan verður nú bætt með útgáfu skiptiskrár. Nánari upplýsingar um útgáfu skiptiskrár og hvernig unnt verður að nálgast þær verða veittar síðar.

Ávísana- og afgreiðslukerfi geta sótt eftirtaldar upplýsingar í vefþjónustum:

  • upplýsingar um lyf á markaði o.fl. (sérlyfjaskrá)
  • upplýsingar um verð, greiðsluþátttöku, viðmiðunarverðflokka o.fl. (lyfjaverðskrá)
  • milliverkanir lyfja (sérlyfjaskrá)
  • frá áramótum: skiptiskrá (lyfjaverðskrá)

Þess ber að geta að ef þörf er á getur Lyfjastofnun viðhaldið upplýsingum í stoðskránni (FEST) til loka apríl 2024.

Fyrirspurnir

Fyrirspurnum vegna málsins verður svarað skriflega. Vinsamlega sendið fyrirspurnir í gegnum hafa samband form á vefnum og veljið flokkinn "annað".

Síðast uppfært: 22. nóvember 2023
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat