Vegna breytinga á innskráningarkerfi island.is sem gerðar voru 5. september sl. hafa í einhverjum tilfellum komið upp kerfisvandamál á Mínum síðum á vef Lyfjastofnunar.
Vandinn tengist þremur eyðublöðum/tilkynningum:
- Tilkynning um lyfjaskort til LST
- Eftirritunarskyld lyf til eyðingar
- Umsókn um lyf án markaðsleyfis
Notendur eru beðnir um að yfirfara þau erindi sem send hafa verið Lyfjastofnun frá 5. september. Á svæðinu Mínar umsóknir sést hvort erindið hafi verið móttekið. Sé svo ekki þarf að senda erindið aftur.
Hvernig lýsir vandinn sér ?
Vandinn lýsir sér þannig að notendur senda inn eyðublað eða tilkynningu með einhverju af fyrrgreindum erindum. Í sumum tilvikum skila þau sér ekki til stofnunarinnar, þótt önnur berist með réttum hætti. Sami sendandi gæti jafnvel komið einu erindi til skila en það næsta misferst.
Þetta virðist tengjast því að notandinn hefur einungis ákveðinn tíma til að skrá erindið. Ef farið er yfir tímamörk kerfisins slitnar tengingin við gáttina til Lyfjastofnunar, án þess að notandinn verði þess var. Það sem búið er að skrá inn varðveitist ekki.
Til komast hjá vandanum
Allt virðist benda til að þeim mun sneggri sem notandinn er að skrá erindið, þeim mun meiri líkur eru á að takist að ljúka skráningunni. Til að ganga úr skugga um að erindið hafi komist til skila, þarf að athuga svæðið Mínar umsóknir svo tryggt sé að erindið hafi verið móttekið.
Unnið hefur verið að greiningu og úrbótum í allnokkurn tíma og verður leitast við koma gáttinni í lag sem fyrst.
Ef erindið er áríðandi
Hafi komið upp vandamál tengd því að senda erindi í gegnum Mínar síður, t.d. varðandi skort á mikilvægum lyfjum, er notendum bent á Hafa samband-gáttina/netspjallið.
Upplýsingum um málið verður miðlað á vef Lyfjastofnunar eftir þörfum.