Viðbrögð við lyfjaskorti: óskað eftir ábendingum og tillögum

Lyfjastofnun hefur ákveðið að endurskoða
hvernig afsláttur af skráningargjöldum og árgjöldum er veittur. Þetta er gert
til að bregðast við lyfjaskorti í því skyni að fjölga markaðssettum lyfjum á
Íslandi. Lyfjastofnun hefur heimild samkvæmt gjaldskrá stofnunarinnar til
lækkunar þessara gjalda þegar sérstaklega stendur á líkt og fram kemur í V.
kafla gjaldskrár
stofnunarinnar sem gildir um lyf
.

Lyfjastofnun kallar frá og með deginum í dag eftir
ábendingum og tillögum frá hagsmunaaðilum um framkvæmd lækkunar þessara gjalda.
Markmiðið er að þessar aðgerðir gagnist sem best þeim sem á lyfjum þurfa að
halda og stuðli að öryggi sjúklinga og velferð dýra. Hvetur Lyfjastofnun
lyfjafyrirtæki, heilbrigðistarfsmenn, dýralækna og almenning til að senda
stofnuninni ábendingar, tillögur eða hverjar aðrar þær upplýsingar sem kunna að
koma að gagni við þessa vinnu. Frestur er veittur til 13. desember nk. en sé
þess þörf er hægt að óska eftir viðbótarfresti.

Ábendingar og tillögur óskast sendar á netfangið [email protected] með
efnislínunni: viðbrögð við lyfjaskorti.

Síðast uppfært: 26. nóvember 2019
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat