Þetta lyf er í tilraunaverkefni um rafræna fylgiseðla.
Um lyf sem hafa þetta merki gildir að lyfið er með í tilraunaverkefni heilbrigðisráðuneytisins um rafræna fylgiseðla.
Verkefnið snýst um að nota rafrænan fylgiseðil í stað pappírsfylgiseðils. Fylgiseðillinn er aðgengilegur rafrænn í Sérlyfjaskrá.
Verkefnið einskorðast við þau lyf sem notuð eru á sjúkrahúsum (H-merkt lyf)
Lyf sem eru miðlægt skráð hafa eingöngu birtan heildartexta (heildartexti EU). Fylgiseðil lyfsins er að finna aftarlega í því skjali.
Tilraunaverkefni um rafræna fylgiseðla stendur yfir í þrjú ár frá 1. mars 2021.
Lyfjastofnun hefur birt lista yfir þau lyf sem taka þátt í verkefninu í sérlyfjaskrá.