1. júlí 2022
EpiPen 300 mcg er nú fáanlegt aftur
20. júní 2022
Skráða lyfið EpiPen 300 mcg er ófáanlegt hjá heildsölu. Lyfið er væntanlegt aftur í lok júní.
Ráð til lækna og lyfjafræðinga:
Skráða lyfið Jext 300 mcg er fáanlegt. Jext hefur sambærilega ábendingu og inniheldur sama virka efni og EpiPen.
Ráð til lyfjanotenda:
Lyfjanotendum er bent á að fá lyfjaávísun hjá lækni fyrir Jext 300 mcg. Athugið að skoða vel notkunarleiðbeiningar fyrir Jext þar sem lyfjapenninn er ólíkur EpiPen.