14.janúar 2021
Skráðu lyfin Fenemal Meda 15mg og 50mg eru nú ófáanleg hjá heildsala og verða afskráð. Ástæða fyrir afskráningu er að lyfin eru hætt í framleiðslu hjá birgja.
Ráð til lækna og lyfjafræðinga:
Enn eru til einhverjar birgðir af lyfinu í apótekum. Til þess að bregðast við skorti hefur heildsalan Parlogis útvegað eftirfarandi undanþágulyf sem inniheldur sama virka efni og er í Fenemal Meda;
Vnr. 984387 Aphenylbarbit 15mg 100 töflur
Vnr. 984379 Aphenylbarbit 50mg 100 töflur