Furadantin

Vegna tafa á sendingu á Furadantin framlengir Lyfjastofnun heimild lyfjafræðinga að breyta Furadantin lyfjaávísun yfir í Uro-Tablinen þangað til Furadantin kemur aftur.

19. maí 2021

Vegna tafa á sendingu á Furadantin framlengir Lyfjastofnun heimild lyfjafræðinga að breyta Furadantin lyfjaávísun yfir í Uro-Tablinen þangað til Furadantin kemur aftur.

Furadantin er væntanlegt í lok vikunnar eða í viku 21.

6. maí 2021

Undanþágulyfið Uro-Tablinen 50 mg töflur 50 stk er nú ófáanlegt hjá heildsala og óvíst er hvenær það er væntanlegt aftur. Einhverjar birgðir eru enn til í apótekum.

Skráðu lyfin Furadantin 50 mg 15 stk og 100 stk eru væntanleg í viku 21 og 22.

30. apríl 2021

Tafir verða á sendingu af skráða lyfinu Furadantin 50 mg 15 stk og 100 stk. Lyfin eru nú væntanleg aftur um miðjan maí.
Lyfjastofnun framlengir því heimild lyfjafræðinga að breyta Furadantin lyfjaávísun yfir í Uro-Tablinen til 15.05.2021.

16. apríl 2021

Vegna langvarandi fyrirséðs skorts á skráða lyfinu Furadantin 50 mg töflur 100 stk. og 15 stk. heimilar Lyfjastofnun með vísan í 52. gr. lyfjalaga nr. 100/2020 lyfjafræðingum í lyfjabúðum að breyta lyfjaávísun læknis fyrir Furadantin í eftirfarandi undanþágulyf, í sambærilegu magni og lyfjaávísun hljóðar upp á:

  • Vnr. 982456 Uro-Tablinen 50 mg töflur 50 stk.

Heimild til að breyta Furadantin lyfjaávísun yfir í Uro-Tablinen gildir til 01.05.2021., eða skemur ef skráða lyfið verður fyrr fáanlegt.

Tilmæli eru til lyfjafræðinga að eins og kostur er upplýsa lyfjanotendur þegar þeir nýta sér þessa heimild um að lyfið hafi ekki íslenskt markaðsleyfi, ásamt því að gera grein fyrir mögulegum aukaverkunum og öðrum upplýsingum sem kunna að vera nauðsynlegar við notkun lyfsins.

Benda má lyfjanotendum á að upplýsingar um virka efnið nítrófúrantóín er að finna á www.serlyfjaskra.is sem hluti af samþykktum eiginleikum lyfs og í fylgiseðli fyrir Furadantin á íslensku.

Síðast uppfært: 19. maí 2021
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat